Ástand myndavéla

Ástand mynda­véla – flokkun og viðmið

Við notum tvö ástandsviðmið eftir vélarflokki. Veldu þann flokk sem á við – og berðu shutter count saman við töfluna.

APS-C byrjendavélar

Dæmi: Canon 2000D, 250D, 4000D, 700D, 750D, 800D, M50 o.fl.
Shutter count Flokkur Lýsing
0 Ný (ónotuð myndavél) Alveg ný og ónotuð vél, í upprunalegum verksmiðjustaðli og án allra smella.
0–3.000 Nánast ný Vél með mjög litla notkun og engin eða afar lítil notmerki. Þeir sem vilja eins nálægt nýrri vöru og hægt er velja gjarnan þessa.
3.000–20.000 Premium++ Vel með farin vél með litla til hóflega notkun. Ástand oft nálægt nýju miðað við endingargetu entry-level véla.
20.000–40.000 Premium+ Vél í mjög góðu ástandi með eðlilegum notkunarmerkjum. Full virkni og áreiðanleiki. Góð miðjuleið á milli verðs og endingu.
40.000–60.000 Premium Vel notuð vél í góðu ásigkomulagi. Áreiðanleg og hentar vel þeim sem vilja hagkvæmt verð fyrir góða frammistöðu.
60.000+ Ódýr Myndavél með greinilega notkun en áfram fulla virkni. Hagkvæmasti kosturinn fyrir byrjendur eða þá sem vilja lægsta mögulega verð.

APS-C millistig & faglegar + Full-frame faglegar

Dæmi: Canon 60D/70D/80D/90D, 7D/7D II, 6D/6D II, 5D Mark II/III/IV o.fl.
Shutter count Flokkur Lýsing
0 Ný (ónotuð myndavél) Alveg ný og ónotuð fagvél í upprunalegum verksmiðjustaðli og án allra smella.
0–5.000 Nánast ný Næstum engin notkun. Vél í topp ástandi með lítil sem engin notmerki.
5.000–40.000 Premium++ Mjög lítið notuð fagleg / enthusiast vél. Aðeins brot af áætlaðri endingu (um 20–30%). Langt í að komast nær endingarmörkum.
40.000–80.000 Premium+ Eðlileg notkun fagvéla, mjög gott ástand. Full áreiðanleiki og engin áhrif á notagildi.
80.000–130.000 Premium Vel notuð en traust fagvél. Enn með mikla starfsævi eftir miðað við typical 100k–200k endingu.
130.000+ Ódýr Mikil notkun en oft áfram í lagi. Hentug sem ódýrara val eða sem backup-body.
Hvernig vel ég réttan flokk?

Veldu töfluna út frá vélarflokki. Ef þú ert í vafa hvort módel telst „APS-C millistig“ eða „faglegt“, má miða við að 60D–90D séu millistig, 7D-línan fagleg APS-C, og 6D/5D-línur séu full-frame faglegar.

Síðast uppfært: 28. nóvember 2025

Product Enquiry